MANOWAR - The Blood of Our Enemies Tour 2025 - Örfáir miðar lausir

Harpa

1. febrúar

Miðaverð frá

12.990 kr.

Hinir hugumprúðu og eilífu stríðsmenn hins algera þungarokks, MANOWAR, bæta þremur löndum við hinn epíska "The Blood of Our Enemies Tour 2025". Bandið mun gera strandhögg í Svíþjóð, Noregi og í fyrsta sinn á Íslandi!

Tónleikar Manowar á Íslandi verða í Silfurbergi í Hörpu 1. febrúar 2025

Á túrnum mun þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit sinna plötunum "Sign of the Hammer" og "Hail to England" sérstaklega ásamt því að flytja uppáhaldsslagara aðdáenda og það í glænýrri sviðsuppsetningu.

Ísland er þekkt fyrir stórbrotið landslag og líflega tónlistarsenu og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur.

Joey De Maio, bassaleikari og stofnmeðlimur MANOWAR, sagði eftirfarandi: „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar "Manowarriors" í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu. Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“

Athugið að þetta eru standandi tónleikar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger