Útgáfutónleikar viibra

Harpa

26. maí

Sala hefst

24. desember 2024, 11:52

()

Flautuseptettinn viibra fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum sunnudaginn 26. maí í Norðurljósum Hörpu þar sem fjögur af verkum plötunnar verða frumflutt.

viibra er fyrsta plata septetsins og innihledur verk eftir meðlimi viibru, vini og samstarfsfólk. Á plötunni kannar septettinn margslunginn hljóðheim flautunnar í gegnum spuna og fjölbreytta nálgun í tónlistarsköpun.

viibra var stofnaður haustið 2016 að tilstuðlan Bjarkar í tengslum við gerð plötu hennar Utopia.Á árunum 2018 til 2023 ferðaðist viibra með Björk víða um heim með hinamargrómuðu sýningu Cornucopia.

Margrét Bjarnadóttir danshöfundur og myndlistarkona hefur unnið með viibra að sviðshreyfingum í að verða sjö ár og sér um sviðsetningu á útgáfutónleikunum. Margrét hefur einstakt lag á að flétta saman hreyfingum við flautuleikinn og túlkar tónlistina á einstakan hátt.

Efnisskrá:CD Players eftir Berglindi Maríu Tómasdótturkvoða eftir Berg ÞórissonVenutian Wetlands eftir Bergrúnu SnæbjörnsdótturEyg eftir Björg Brjánsdóttur 

Meðlimir viibra:Áshildur HaraldsdóttirBerglind María TómasdóttirBjörg BrjánsdóttirDagný MarinósdóttirSólveig MagnúsdóttirSteinunn Vala PálsdóttirÞuríður Jónsdóttir

Margrét Bjarnadóttir vinnur innan ýmissa forma og ólíkra miðla, einkum á sviði dans, myndlistar og skrifa. Á meðal verka Margrétar er gítarballettinn No Tomorrow (2017) sem hún vann í samstarfi við Ragnar Kjartansson, tónskáldið Bryce Dessner og Íslenska dansflokkinn. Verkið hlaut m.a. Grímuverðlaun sem sýning ársins.

Margrét samdi einnig sviðshreyfingar fyrir tvær tónleikasýningu Bjarkar, Utopiu og síðar Cornucopiu sem frumsýnd var í The Shed í New York, vorið 2019 og ferðaðist um heiminn í fjögur ár.

Tónleikarnir eru framleiddir af marvöðu

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger