Ellen og Eyþór

Hannesarholt

17. maí

Sala hefst

18. október 2024, 05:06

()

Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson munu syngja og spila sín uppáhaldslög frá fjölbreyttum ferli þeirra í Hannesarholti þann 17. maí. Ellen stimplaði sig inn í hug og hjörtu íslendinga þegar hún sló í gegn með hljómsveitum á borð við Mannakorn, Tívolí og Ljósin í bænum. Hún hefur starfað sem söngkona allar götur síðan og komið víða við í sinni tónlistarsköpun. Sungið með Borgardætrum og mikið með bróður sínum, Kristjáni Kristjánssyni, einnig þekktum sem KK. Eyþór Gunnarsson er píanóleikari og einn athafnamesti tónlistarmaður íslandssögunnar. Hann stofnaði hljómsveitina Mezzoforte árið 1977 sem sló síðar eftirminnilega í gegn með lagi Eyþórs, Garden Party. Hann hefur komið fram með óteljandi mörgum listamönnum í gegnum tíðina og einnig sinnt upptökustjórn fyrir listamenn á borð við Bubba Morthens, Gunnar Þórðarsson og fleiri.

Tónleikarnir hefjast kl 20 og gengið er inn í Hljóðberg í Hannesarholti af Skálholtsstíg.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger