Litla hryllingsbúðin

Félagsheimilið Bifröst, Sauðárkróki

8. - 19. maí

Sala hefst

23. október 2024, 01:01

()

Leikfélag Sauðárkróks setur nú upp verkið Litla hryllingsbúðin í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð,en 15 manns fara með hlutverk í sýningunni. Litla hryllingsbúðin er þekkt verk sem flestirættu að þekkja. Söngleikurinn fjallar um hann Baldur sem vinnur í lítilli blómabúð í fátæklegrigötu, Skítþró í skuggahverfi borgarinnar en hann lifir frekar óspennandi lífi. Reksturblómabúðarinnar hjá Músnik gengur erfiðlega en í henni vinna Músnik sjálfur, Baldur ogAuður. Baldur er ástfanginn af Auði en hún á kærasta, leðurklæddan og ofbeldisfullantannlækni, sem ferðast um á mótorhjóli og beitir Auði ofbeldi. Dag einn kaupir Baldurdularfulla plöntu, sem hann nefnir Auði II og eftir því sem plantan vex og dafnar aukastviðskiptin stöðugt meira í blómabúðinni og Baldur verður sífellt vinsælli.

Leikfélagið frumsýnir í byrjun Sæluvikunnar en Sæluvika Skagfirðinga er lista- ogmenningarhátíð sem haldin er árlega í Skagafirði. Metnaðarfull dagskrá Sæluviku stenduryfir í viku og hefst hún formlega síðasta sunnudag í apríl ár hvert.Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins og hefur í mörg ár sýntleiksýningar við góðan orðstír. Það var stofnað 13. apríl 1888 en stofnendur voru 16 talsinsog markmið félagsins voru gagn og skemmtun. Félagið stóð fyrir leiksýningum um árabil ogþá helst í Sýslufundavikunni. Það lognaðist þó smám saman útaf. Samt var alltaf leikið áSauðárkróki, Stúkan, Kvenfélagið og fleiri sáu til þess. 9. janúar 1941 var LeikfélagSauðárkróks stofnað á ný í Bifröst. Síðustu ár hefur leikfélagið sett að jafnaði upp tværsýningar á ári, Sæluvikusýningu á vorin og barnasýningu á haustin.

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger