© 2024 Tix Miðasala
Háteigskirkja
•
16. júní
Cauda Collective flytur fimm glóðvolg tónverk eftir meðlimi listhópsins Errata. Frumflutt verða strengjatríó eftir Halldór Smárason, Hauk Þór Harðarson og Petter Ekman og einnig leiknir nýlegir strengjakvartettar eftir Báru Gísladóttur og Finn Karlsson. Listahópinn Errata skipa tónskáld sem hafa átt í frjóu, listrænu samtali í rúman áratug. Errata hafa starfað með tónlistarfólki víða um heim og staðið fyrir metnaðarfullum listviðburðum.Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem horfa út fyrir rammann í flutningi sínum. Í starfi hópsins er lögð áhersla á að vinna náið með tónskáldum og hefur hópurinn frumflutt fjölda nýrra tónverka. Að þessu sinni verða flytjendur þær Hulda Jónsdóttir og Sigrún Harðardóttir Fiðluleikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.Endurfundir eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið á Ísafirði og Listahátíðar Í Reykjavík