© 2024 Tix Miðasala
Harpa
•
16. júní
Sala hefst
27. desember 2024, 14:27
()
Jacob Collier á Listahátíð í Reykjavík 2024!
“Ég hef aldrei á ævinni séð aðra eins hæfileika,” sagði goðsögnin Quincy Jones um hinn unga Jacob Collier sem kemur fram á Listahátíð í Reykjavík 16. júní í Eldborg.
Þessi fjölhæfi og einlægi tónlistarmaður þykir engum líkur á sviði og nær magnaðri tengingu við áhorfendur. Hann sló fyrst í gegn fyrir um áratug síðan með eigin útsetningum á þekktum lögum þar sem hann raddaði margfalt með sjálfum sér og lék á öll hljóðfæri. Hann er í dag sexfaldur Grammy-verðlaunahafi sem hefur komið fram með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks og nýtur ómældrar virðingar og vinsælda í tónlistarheiminum. Hann hefur unnið með jafn ólíku tónlistarfólki og Hans Zimmer, Coldplay, Brandi Carlile, BTS, Stormzy, Pharrell Williams og Aliciu Keys. Tónlistarsköpun hans lýtur sínum eigin lögmálum og þar kallast á heimur djassins, sálartónlistar og R&B, popps og jafnvel klassískrar tónlistar. Á tónleikunum í Eldborg fáum við að sjá hann í elementinu sínu þar sem hann grípur í ólík hljóðfæri og stekkur á milli tónlistarstíla.
Á TikTok og Instagram er Jacob Collier einn sá allra vinsælasti meðal tónlistaráhugafólks.
Forsala fyrir póstlista Listahátíðar hefst fimmtudaginn 15. febrúar kl. 11:00 en almenn miðasala sólarhring síðar. Smellið hér til að skrá ykkur á póstlistann.
“Einn eftirsóttasti tónlistarmaður heims.” Rolling Stone“Sláandi, einstakur flutningur.” The Guardian