© 2025 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
2 sýningar
Miðaverð frá
4.900 kr.
Nýtt íslenskt verk um húmorinn í harminum og einmanaleikann í sorginni.
Félagsskapur með sjálfum mér er gamansamur einleikur byggður á reynslu höfundar sem missti fjölda fjölskyldumeðlima í æsku. Verkið leiðir áhorfendur í gegnum einmanaleikann í sorginni og þær grátbroslegu aðstæður sem leynast í harminum. Verkið er létt og á köflum sprenghlægilegt með sársaukafullan undirtón.
Unnar fer ekki út, hann fælist fólk en í kvöld hefur systir hans og nýi kærasti hennar boðið sér í mat og félagskvíðinn kraumar innra með Unnari –„Þau stara eflaust á skökku eldhúsflísarnar“. Í stað þess að elda og undirbúa matarboðið þá sekkur Unnar sér í fortíðina og gleymir sér í minningum um lífið sem eitt sinn var, lífið fyrir áföllin.
Aðstandendur:
Gunnar Smári Jóhannesson: Leikari og handritshöfundur
Tómas Helgi Baldursson: Leikstjóri
Íris Rós Ragnhildar: Tónlist
Auður Katrín Víðisdóttir: Leikmynd og grafík
Jóhann Friðrik Ágústsson: Ljós