Tix.is

  • From January 31st
  • To May 2nd
  • 6 dates
Ticket price:3.750 kr.
Event info

Sýningin 13. desember fellur niður og verður færð á nýtt ár.
Karíus og Baktus eru því komnir í jólafrí en hægt er að kaupa gjafakort á sýninguna sem fer aftur af stað á nýju ári.
Hægt er að kaupa gjafakort fyrir sýninguna hér

Vinsamlega athugið að selt er í allan salinn. Börn 15 ára og yngri eru undanskilin fjarlægðartakmörkunum og þar sem um barnasýningu ræðir er óhætt að selja hvert sæti. Æskilegt er að ótengdir fullorðnir einstaklingar hafi því barn yngra en 15 ára á milli sín við val sæta.

Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á dregnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félgarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn.

Nú má sjá þessa sígildu prakkara í fallegu leikhúsi sem sett hefur verið upp í Kaldalóni í Hörpu en það er miklu skemmtilegra að kíkja á þá þar en að hafa þá í munninum á sér. Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa og er tilvalin fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Í ljósi þess að tveggja metra reglan er nú valkvæð, skv. leiðbeiningum yfirvalda, biðjum við gesti sem vilja tryggja sér þá fjarlægð vinsamlegast að hafa samband við miðasölu Hörpu í síma 528-5050.