Einleikstónleikar Einars Bjarts

Hannesarholt

26 February

Ticket prices from

ISK 3,900

Píanóleikarinn Einar Bjartur mun halda einleikstónleika í Hannesarholti þann 26. febrúar. Þar mun hann leika fjölbreytt og falleg píanóverk, þar með talin verk eftir hann sjálfan og klassísk verk eftir Bach, Chopin, Rachmaninoff og fleiri. Verk hans eru draumkennd í eðli sínu og mun hann leiða áhorfendur í gegnum áhugavert tónlistar ferðalag!

Einar Bjartur Egilsson hefur spilað víða sem píanóleikari og meðleikari og starfað með ýmsum söngvurum og hljóðfæraleikurum gegnum tíðina, bæði hér heima og í Hollandi þar sem hann tók meistarapróf. Hann lék meðal annars einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2013 og hefur gefið út tvær breiðskífur með eigin verkum - plöturnar Heimkomu 2015 og Kyrrð 2022. Núverið starfar hann sem meðleikari með söngnemendum og tók nýlega þátt í sýningunum Pétri Pan á Óperudögum og Jólin á suðupunkti í Þjóðleikhúsinu.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger