Lúpína á Leyni

Leyni, Akureyri

13 February

Ticket prices from

ISK 4,500

Tónlistarkonan lúpína kemur til Akureyrar og flytur einstaka tónleika í innri salnum á Leyni.

Lúpína mun spila hrár akústískar útgáfur af lögum sínum með hjálp loop-tækni, þar sem hún mun taka upp raddanir, hljóðgerfla og píanó stef á staðnum og þannig mynda einstakan hljóðheim í lifandi flutningi. Lúpína er tónlistarkona frá Íslandi og Noregi sem kom fyrst upp á sjónarsviðið haustið 2022 þegar hún gaf út sitt fyrsta lag ‘alein’. Síðan þá hefur hún heillað bæði innlendan og erlendan tónlistarheim með útgáfum á plötunum ‘ringluð’ árið 2023 og ‘MARGLYTTA’ árið 2024, jafnt sem framkomum á tónlistarhátíðum víða um heim. Þar á meðal má nefna Roskilde Festival í Danmörku, SXSW í Austin, Iceland Airwaves og Kveldúlf á Hjalteyri.

Tónlist lúpínu má lýsa sem tilraunakenndu lista poppi, með mikla áherslu á texta, raddanir og dínamískan hljóðheim. í dag er lúpína rísandi nafn í íslensku og alþjóðlegu tónlistarsenunni.

Miðasala fer af stað bráðlega, fylgist með!

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger