© 2026 Tix Ticketing

Hannesarholt
•
27 January
Ticket prices from
ISK 3,900




Árlega hafa verið haldnir kammertónleikar í tilefni af afmælisdegi Mozarts þ. 27. janúar að frumkvæði Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara. Að þessu sinni verða þeir í Hannesarholti og hefjast kl 18. Þrjú verk verða á efnisskránni, Kvartett fyrir klarinett og strengi, Fantasia fyrir píanó og Kvintett fyrir klarinett og strengi. Kvartettinn er samtímaútsetning frá dögum Mozarts, hugsanlega gerð af honum sjálfum, af fiðlusónötum meistarans. Fantasian fyrir píanó er draumkennd og dramatísk tónsmíð í d-moll, tóntegundinni sem tónskáldið notaði helst í alvarlegum og tilfinningaþrungnum verkum eins og í Requiem sálumessunni frægu. Kvintettinn fyrir klarinett og strengi er á meðal þekktustu verka Mozarts og er mikil meistarasmíð.
W. A. Mozart: Kvartett fyrir klarínett og strengi í B-dúr op. 79
I. Allegro moderato
II. Andante sostenuto
III. Rondo allegro
W. A. Mozart: Fantasia í d-moll K. 397 fyrir píanó
W. A. Mozart: Kvintett fyrir klarínett og strengi í A-dúr KV 581
I. Allegro
II. Larghetto
III. Menuetto - Trio I og II
IV. Allegretto con Variazioni
Flytjendur:
Laufey Sigurðardóttir, fiðla
Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló
Einar Jóhannesson, klarínett
Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanó

