DJÄSS - 15 ára afmælistónleikar

Salurinn

5 March

Ticket prices from

ISK 4,900

Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson og Kristinn Snær Agnarsson stofnuðu hljómsveitina DJÄSS sem kom fyrst fram í ársbyrjun 2011. Upphaflega hugmyndin var að leika íslensk rokklög í jazzbúningi en fljótlega víkkaði lagavalið út í allskyns dægurlög, íslensk og erlend og loks frumsamin lög.

Nýjasta plata tríósins og sú fjórða, kom út í lok 2025 og þar urðu perlur Gunnars Þórðarsonar fyrir valinu, en hann varð 80 ára á árinu. Sænsk-íslenski trompetleikarinn Björn Atle Anfinsen sem búsettur er í Þýskalandi kom tvisvar til landsins til að spila þá efnisskrá með tríóinu og hljóðrita plötuna.

Tríóið hefur komið fram víða og með ýmsum. Til dæmis kom sænski básúnuleikarinn Nils Landgren og lék með tríóinu á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2015. DJÄSS kom fram á hinni virtu jazzhátíð Jazz Baltica árið 2022.

Efnisskráin í Salnum 5.mars mun samanstanda af lögum af plötunum fjórum ásamt lögum sem fylgt hafa tríóinu í gegn um árin.

Karl Olgeirsson – píanó

Jón Rafnsson – kontrabassi

Kristinn Snær Agnarsson – trommur

Sérstakur gestur: Kjartan Hákonarson – trompet

Vefsíða: DJÄSS

Crête de fumée: https://www.youtube.com/watch?v=vyRZ8wU2wtE&list=PLQ_oh8wwYxrcP-9VBVVkOuPRVHTtOLBCH

Ég er kominn heim: https://www.youtube.com/watch?v=UZ8PVTzz59s&list=PLQ_oh8wwYxrcP-9VBVVkOuPRVHTtOLBCH&index=7

Krummablús: https://www.youtube.com/watch?v=-7qFC04jCWg&list=PLQ_oh8wwYxrcP-9VBVVkOuPRVHTtOLBCH&index=5

Þorparinn: https://www.youtube.com/watch?v=XVRShc6pmxk&list=RDXVRShc6pmxk&start_radio=1

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger