Deep Jimi

Bæjarbíó

9 May

Ticket prices from

ISK 7,990

Rokkhljómsveitin Deep Jimi heldur upp á 35 ára starfsafmæli með útgáfu nýrrar breiðskífu og tónleikum í Bæjarbíói þann 9. maí 2026. Á tónleikunum verða leikin lög af hinni nýju breiðskífu ásamt safni af uppáhalds lögum sveitarinnar af fyrri plötum.

Deep Jimi var stofnuð snemma á tíunda áratugnum og árið 1991 landaði sveitin sjö plötu útgáfusamningi við Atco/EastWest útgáfufyrirtækið í New York, dótturfyrirtæki Atlantic Records og Warner Bros. samsteypunnar. Hljómsveitin gaf út eina breiðskífu og tvær smáskífur í samstarfi við Atco/EastWest en skömmu eftir útgáfu breiðskífunnar (Funky Dinosaur) rifti Deep Jimi samningnum og yfirgaf útgáfufyrirtækið. Síðan hefur sveitin að mestu legið í dvala en alltaf tekið upp þráðinn í stuttan tíma í senn öðru hvoru til að gefa út plötu eða leika á tónleikum fyrir hörðustu aðdáendur.

Nýja platan sem var tekin upp í RAK Studios í London, hefur að geyma ellefu ný lög og verður fimmta stóra plata Deep Jimi.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:00.

18 ára aldurstakmark.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger