Karamazov-bræðurnir – Námskeið undir leiðsögn Gunnars Þorra

Safnaðarheimili Neskirkju

14 January

Ticket prices from

ISK 47,500

Karamazov-bræðurnir: Námskeið undir leiðsögn Gunnars Þorra

Karamazov-bræðurnir eftir Fjodor Dostojevskí er eitt af höfuðverkum heimsbókmenntanna. Á námskeiðinu mun fræðimaðurinn og þýðandinn Gunnar Þorri Pétursson ljúka upp undraheimum þessarar miklu skáldsögu og kryfja til mergjar í lifandi samræðu við gesti þær áleitnu spurningar sem Dostojevskí spyr um ástina, sálardjúp mannsins, tilvist Guðs, framtíð Rússlands og alls mannkyns.

Gunnar Þorri hefur tvívegis hlotið Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingar sínar á rússneskum bókmenntum, hann gerði þáttaröðina Rús fyrir Ríkisútvarpið og hefur haldið úti þéttsetnum námskeiðum á Hótel Holti um rússneskar bókmenntir um árabil. Námskeið um Karamazov-bræðurna hefur verið haldið í tvígang og í bæði skiptin seldist upp.

Athugið að námskeiðið er haldið í Neskirkju en er í senn fyrir lærða og leika, gestir þurfa ekki að mæta undirbúnir og skáldsagan verður lesin í hæfilegum skömmtum á tímabilinu sem námskeiðinu stendur yfir.

Námskeiðið er styrkhæft hjá ýmsum stéttarfélögum.

Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.

Námskeiðið er 5 dagar: 14., 21., og 28. janúar, og 4. og 11. febrúar

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger