© 2026 Tix Ticketing
Austurbæjarbíó
•
24 May
Sale starts
16 January 2026 at 10:00
(in 1 day)




Garcia Events kynnir:
TV GIRL í Austurbæjarbíó
Bandaríska indípopp hljómsveitin TV Girl kemur fram í Austurbæjarbíó þann 24.maí. Leið hljómsveitarinnar, sem stofnuð var í Kaliforníu árið 2010, upp á stjörnuhimininn er ein sú ótrúlegasta í tónlistarsögu nútímans. Síðastliðin ár hafa lög hennar, sum hver hátt í 15 ára gömul, notið gífurlegra vinsælda á streymisveitum og samfélagsmiðlum í fyrsta sinn frá útgáfu þeirra og þessi dularfulla sveit sankað að sér afar dyggum aðdáendum um allan heim.
Meðal þeirra má nefna lögin "Lovers Rock", "Cigarettes out the Window" og "Not Allowed" sem safnað hafa yfir 3.7 milljarða streyma. Hljómsveitin kemur við í Austurbæjarbíó tónleikaferðalagi sínu þar sem sveitin kemur meðal annars fram á Primavera hátíðinni í Barcelona og Lollapalooza hátíðinni í Buenos Aires og Sao Paulo.
Miðasala hefst föstudaginn 16 janúar á tix.is.
Áskrifendur póstlista Garcia Events geta tryggt sér miða í forsölu miðvikudaginn 14. Janúar.
Miðaverð 9.900 kr.
18 ára aldurstakmark

