Gloria Vivaldi - Cantus-Kór Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja

21 December

Ticket prices from

ISK 4,500

Antonio Vivaldi er eitt af helstu tónskáldum barokktímans. Glorian er samin um 1715 og hefur orðið eitt af hans þekktustu kirkjutónverkum. Verkið byggir á latneska messutextanum „Gloria in excelsis Deo“ Dýrð sé Guði í upphæðum, og er samsett úr tólf köflum sem skiptast á milli kraftmikilla kórhluta og innilegra einsöngsaría. Með bjarta D-dúr tóntegund og lifandi hljómsveitarfærslu fangar Vivaldi hátíðleika og gleði trúartextans.

Í dag er Gloria eitt af mest fluttu kórverkum barokksins og hefur hljómað á tónleikum um allan heim. Á þessum tónleikum fá áheyrendur að njóta verksins í allri sinni dýrð – þar sem samspil kórs, einsöngvara og hljómsveitar leiðir okkur inn í hljóðheim sem er bæði hátíðlegur og hjartnæmur.

Á efnisskránni eru einnig verk og jólalög eftir Jón Ásgeirsson og nýskipaðan söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Sigurð Flosason, Mozart, Bach og fleiri.

Einsöngvarar verða þær Margrét Hrafnsdóttir sópran og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzosópran.

Undirleik annast kammersveit undir stjórn Guðbjarts Hákonarsonar.

Stjórnandi er Kári Þormar.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger