Ljóska í Gegn

Menningarfélag Akureyrar

13. - 15 March

Ticket prices from

ISK 5,200

Söngleikurinn Ljóska í gegn er byggður á kvikmyndinni Legally Blonde, sem skrifuð er af Karen McCullah og Kirsten Smith. Leikgerðin er byggð á íslenskri þýðingu Orra Hugins Ágústssonar og Þórs Breiðfjörð á leikgerð eftir Heather Hach. 

Elle Woods er Delta Nu stúlka sem elskar að dekra við sig og versla nýjustu bleiku tískufötin. En láttu það ekki blekkja þig því Elle er bæði klárari og ákveðnari er hún virðist vera við fyrstu sýn. Þegar kærastinn yfirgefur hana fyrir ,,alvarlegri” týpu í Harvard ákveður hún að taka til sinna ráða og elta þau uppi með því að sækja sjálf um laganám við sama skóla. Þar kynnist hún fjölbreyttum hópi fólks sem hefur mismikla trú á henni og fylgir hún þeim í gegnum krefjandi og skemmtilegt ferli laganámsins. Elle endar á því að sanna fyrir öllum sem efast um hana að hún sé meira en bara ljóska í bleikum fötum.

Sýningin er kraftmikil, litrík, og fyndin og sannkölluð gleðisprengja fyrir alla leikhúsunnendur. Með glæsilegum dansi og söng, litríkum búningum og skemmtilegri leikmynd eru leikhúsgestir dregnir inn í heillandi heim Elle sem laganema. Hæfileikar og metnaður unga fólksins glæða söguna lífi.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur um áratugaskeið verið þekkt fyrir metnaðarfullar sýningar. Í ár koma hátt í 120 nemendur MA að verkinu, hvort sem það er með leik, dansi, tónlist, markaðssetningu, tæknikeyrslu, búninga -og leikmyndahönnun, eða hárgreiðslu og förðun. Elle og félagar mæta af fullum krafti á sviðið í Hofi 2026, í leikstjórn Benónýs Arnórssonar og Birtu Sólar Guðbrandsdóttur.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger