Jólasýning Ungleikhússins

Hljómahöll

8 December

Ticket prices from

ISK 3,500

Jólasýning Ungleikhússins

Hæfileikaríkir krakkar stíga á svið og syngja og dansa inn jólin í vandaðri og kröftugri jólasýningu sem hentar fólki á öllum aldri.

Nemendur Ungleikhússins eru metnaðarfullir, ungir sviðslistamenn sem eru í senn skapandi og kraftmiklir og með heillandi útgeislun. Framfarir nemendanna hafa verið gífurlegar og eru til að mynda mjög margir þeirra nú í vinnu í atvinnuleikhúsunum og sjónvarpi.

Áhorfendur fá að sjá fjölbreytt og glæsileg atriði, sem nemendur hafa unnið að með kennurum sínum síðastliðinn mánuð, þar sem söngur, dans, leiklist, gleði og einlægni er allsráðandi.

Markmið okkar og ósk er að fólk eigi með okkur skemmtilega stund og fari heim eftir sýningu með jólagleði og hlýju í hjartanu. 

Sýningin seldist upp á mettíma!

Vegna gífurlegs áhuga höfum við bætt við sýningardegi mánudaginn 8. desember svo fleiri geti komið og notið jólatöfranna.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger