© 2025 Tix Ticketing
Hótel Örk
•
16 December
Ticket prices from
ISK 3,000




Jólatónleikar SLYSH – Til styrktar Sjóðinum góða
Hljómsveitin SLYSH ætlar að tjalda öllu til og halda jólatónleika til styrktar Sjóðinum góða, annað árið í röð. Hlutverk sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin. Allur ágóði miðsölu mun renna til Sjóðsins góða.
Í ár verða tónleikarnir á Hótel Örk, þriðjudaginn 16. desember og strákarnir ætla að gera sitt allra besta til að halda uppi góðu jólastuði.
Hljómsveitin SLYSH er hljómsveit er stofnuð af sex strákum í Hveragerði fyrir þremur árum í Grunnskólanum í Hveragerði. Í dag eru þeir á aldrinum 16-18 ára og á fullu að spila og búa til tónlist.
Á jólatónleikunum verða spiluð klassísk jólalög í bland við brot af eigin efni og með þeim verða góðir gestir.
Pálmi Gunnars tekur lagið
Ágústa Eva tekur lagið
Litlasveit hitar liðið upp
Sérstakur kór SLYSH syngur ljúfa tóna
Halli Daða kynnir og skemmtir liðinu
og aldrei að vita nema að fleiri góðir gestir láti sjá sig.
Enginn tapar á að mæta, þú styður gott málefni og færð jólastemningu í kaupbæti.

