© 2025 Tix Ticketing
Many venues
•
19. - 22 November
Ticket prices from
ISK 18,900




Lífeyrisnámskeið fyrir 50 ára og eldri
Lífeyrisáætlun.
Markmiðið er að undirbúa þátttakendur fyrir starfslok og lífeyristöku til að gera þér kleift að ná þínum markmiðum og láta drauma þína rætast.
Ljúfa lífið er þegar við höfum lokið starfsævinni og förum ekki lengur í vinnu á hverjum degi en þess í stað erum við í sumarfríi 52 vikur á ári og við viljum lifa og njóta.
Meðal þeirra spurninga sem er svarað er á námskeiðinu:
Hvenær er best að byrja að taka út lífeyrisgreiðslur mínar?
Hvenær er best að taka út viðbótarlífeyrissparnað?
Ég er með tilgeinda séreign, hvenær á að taka það út?
Hvaða skatta þarf ég að greiða?
Í hvaða tilfellum þarf ég að borga fjármagnstekjuskatt?
Get allir fengið lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins?
Hvað eru skerðingar lífeyris?
Hvernig skiptast lífeyrisréttinda á milli hjóna?
Hverjir þurfa að gera erfðaskrá?
Hvernig get ég nýtt eignir mínar til lífeyris?
Og margt fleira sem tengist Ljúfa lífinu og lífeyrismálum.
Það sem þátttakendur fá á námskeiðinu
Áhersla er á að fara yfir málin á mannamáli á léttan og skemmtilegan hátt. Þátttakendur fá skjal til að gera sína LÍFEYRISÁÆTLUN til að sjá sína möguleika og skoða hvernig þú vilt raða upp þinni innkomu á þessu tímabili í lífinu. Einnig fá þátttakendursamantektar bækling til að nota til upprifjunar.
Þóra Valný Yngvadóttir hefur yfir 25 ára reynslu á fjármálamarkaði þar sem hún starfaði sem fjármálaráðgjafi í Prudential Englandi og stjórnandi ráðgjafar í Kaupþingi og Landsbankanum. Námskeið hennar hafa notið mikilla vinsælda og er þar sérstaklega vísað til einstakra hæfileika hennar til að fjalla um fjármál á mannamáli, tengja við daglegt líf og gera skemmtilegt.
Nánari upplýsingar:
https://www.valogvirdi.is/lj%C3%BAfal%C3%ADfi%C3%B0l%C3%ADfeyrisn%C3%A1m

