Sjáðu, sjáðu mig Það er eina leiðin til að elska mig

Hannesarholt

23 November

Ticket prices from

ISK 4,900

Kærleikurinn og sköpunarkrafturinn ræður ríkjum í tónlistar-og ljóðadagskrá sem Þuríður Sigurðardóttir söngkona, Borgar Magnason tónskáld og kontrabassaleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari flytja fyrir gesti Hannesarholts sunnudaginn 23.nóvember kl.16, ásamt Elísabetu Jökulsdóttur sem kemur einnig fram og les ljóð. Dagskráin er tileinkuð nýjustu ljóðabók hennar:

Sjáðu mig, sjáðu mig

Það er eina leiðin til að elska mig!

Viðburðurinn var áður haldinn fyrir troðfullu húsi í Listasafni Árnesinga á Blómstrandi dögum í Hveragerði í ágúst 2025 í boði Hveragerðisbæjar.

Þuríður Sigurðardóttir vakti fyrst athygli aðeins sextán ára gömul þegar hún söng sitt fyrsta lag á hljómplötu. Síðan þá hefur hún starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins og komið fram bæði á dansleikjum og tónleikum víða um land. Árið 1969 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, og það sama ár var hún kjörin vinsælasta söngkona landsins. Árið 1981 hlaut hún svo sérstaka viðurkenningu á Stjörnumessu Dagblaðsins &Vísis, þar sem hún var heiðruð sem „Söngkona ársins í fimmtán ár“. Þuríður er einnig virkur myndlistarmaður. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur sýnt verk sín víða – meðal annars í Hannesarholti og í Listasafni Árnesinga.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger