© 2025 Tix Ticketing
Langholtskirkja
•
6 December
Ticket prices from
ISK 2,900




Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu aðventutónleika í Langholtskirkju laugardaginn 6. desember kl. 17. Flutt verða fjölbreytt aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Meðal annars verður frumflutt nýtt jólalag, Alltaf þegar eru jól, eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir kórinn.
Einsöngvari á tónleikunum verður Jóhann Kristinsson barítón og Elísabet Waage leikur á hörpu. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Almennt miðaverð er 3.900 kr. en 2.900 fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

