© 2025 Tix Ticketing
Bragagata 27
•
30 November
Ticket prices from
ISK 2,500




Sölvi Kolbeinsson Trio - Collage útgáfutónleikar
Sunnudaginn 30. nóvember klukkan 17:00, í stofu foreldra minna á Bragagötu 27 verður útgáfu plötunnar College fagnað. Hún kemur út á vínyl hjá Reykjavík Record Shop og verður þetta kjörið tækifæri til að tryggja sér eintak ásamt því að heyra tónlistina í lifandi flutningi í skemmtilegum og persónulegum aðstæðum. Athugið að plássið er takmarkað og það verða einungis 30 miðar seldir. Eftir tónleikana verður boðið uppá léttar veitingar og drykki.
Ég hef spilað inná margar plötur, í aukahlutverki og í samstarfi við aðra listamenn en Collage er fyrsta platan sem ég geri í eigin nafni og kemur út á föstu formi, einungis með lögum eftir mig. Ég er þó ekki eini flytjandinn en með mér eru engir aðrir en gítargoðsögnin Hilmar Jensson og slagverksmeistarinn Magnús Trygvason Eliassen. Tríóið varð til út frá dúóinu okkar Magga en við vorum paraðir saman við Hilmar á Djasshátíð 2020 og spiluðum stórskemmtilega tónleika. Til að byrja með spiluðum við uppáhalds lög eftir aðra en fókusinn færðist fljótlega yfir á tónsmíðar mínar. Eftir að spila fleiri tónleika og prófa allskonar héldum við í hljóðver desember 2024.
Á plötunni má finna 8 lög og 3 interlúdur. Þetta er tilraunakenndur djass innblásin af tímanum mínum í Berlín og Kaupmannahöfn ásamt því að flytja aftur heim til Íslands. Lögin eru ólík og ég horfi svolítið á þau eins og mismunandi myndir þar sem hver og ein mynd er með eigin stemningu og sterk karaktereinkenni. Einhvernveginn skapar þetta eina heild og þaðan kemur titill plötunnar.
Fyrsti singúll plötunnar:
https://song.link/6tmmtm6jwdkv6
Um Sölva Kolbeinsson:
Sölvi Kolbeinsson (f. 1996) er saxófónleikari og tónskáld. Hann stundaði klassískt saxófónnám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík en rytmískt nám í Tónlistarskóla FÍH og Jazz-Institut Berlin þaðan sem hann lauk BA námi sumarið 2019. Hann er meðlimur í mörgum ólíkum hópum á Íslandi og víðar. Þar má nefna dúó með trommaranum Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Camus kvartett, Mánudjass, Guiding star orchestra, Hamamelidae, Volcano bjorn og Windisch quartet. Sölvi hefur spilað á djasshátíðum í Kanada, Þýskalandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku og á Íslandi auk þess að hafa komið fram í fjölda annara landa. Hann hefur gefið út tvær plötur einungis með eigin tónsmíðum: Live in Berlin (2022) og August (2021). Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2016 sem bjartasta vonin í flokknum Djass- og blústónlist. Sölvi kennir á saxófón og klarinett í Skólahljómsveit Grafarvogs og Tónskóla Sigursveins síðan haustið 2023.

