© 2025 Tix Ticketing
Frumleikhúsið
•
1. - 9 November
Ticket prices from
ISK 3,500




Verið velkomin í Kardemommubærinn. Kardemommubærinn er yndislegur bær þar sem allir - eða flestir - lifa í sátt og samlyndi. Ræningjarnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, ógna friðsældinni í bænum og þegar þeir ákveða að ræna ráðríku og skapstyggu Soffíu frænku þá er voðinn vís.
Kardemommubærinn er nú settur upp í fyrsta skipti hjá Leikfélagi Keflavíkur en allir landsmenn ættu að kannast við þennan skemmtilega og vinsæla fjölskyldusöngleik sem var fyrst settur upp hjá Þjóðleikhúsinu árið 1960.
Fullkomin fjölskylduupplifun fyrir alla - unga sem aldna!

