Sagan af Mánahofi

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

1. - 8 November

Ticket prices from

ISK 2,000

Æsispennandi söngleikurinn Sagan af Mánahofi, eftir þau Kára Hlynsson og Hildi Jónu Valgeirsdóttur er nú sýndur á vegum leikfélagsins Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Saman leikstýra þau verkinu og með þeim eru þær Katla Borg Stefánsdóttir höfundur sviðshreyfinga og dansa, og Gréta Þórey Ólafsdóttir, lagahöfundur með Kára Hlynssyni.

Sagan af Mánahofi er barna og fjölskyldu söngleikur sem fjallar um sögu Loga og Heklu sem búa í mismunandi heimum. Einn daginn eru þau dregin í annan heim sem er kallaður Mánahof, þar kynnast þau bráðfyndnu töfratröllunum þeim Flóka og Flækju. Saman þurfa þau að sigra hann Mána sem er sá sem skipti heiminum í þrennt. Mun þeim takast þetta erfiða verkefni?

Sýningin er tæp klukkustund.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger