© 2025 Tix Ticketing
Tjarnarbíó
•
11 December
Ticket prices from
ISK 6,900
Konur þurfa bara að komast í jólaskap...
Sérstök jólaútgáfa af uppistandssýningunni „Konur þurfa bara…
Sóley Kristjáns og Auðbjörg Ólafs mæta aftur á svið – að þessu sinni í jólabúningi, með sitt einstaka uppistand um allt það stórkostlega, hversdagslega og fyndna sem fylgir lífi miðaldra fjölskyldu- og framakvenna… sem þurfa bara að láta allt ganga upp – líka um jólin!
Þetta er sama uppistand sem hefur slegið í Tjarnarbíó í haust, en nú með smá jólabrag – glimmer, gleði og góðum skammti af jólahúmor.
Komdu og hlæðu þig í jólaskap með okkur – við lofum góðu kvöldi, hlýju og hlátri.
Allt sem þú þarft að gera er að mæta.
Umsagnir um fyrri sýningu:
“Sóley og Auðbjörg voru það fyndnar að ég pissaði í mig úr hlátri!”
“Ótrúlega fyndin sýning! Efnistökin og brandararnir eru þannig á það er auðvelt að tengja við það úr okkar daglega lífi”.
“Frábær sýning, gjörsamlega grét úr hlátri!”
“Sóley og Auðbjörg eru gjörólíkar, en báðar óendanlega fyndnar, sjarmerandi og gera stólpagrín að sjálfum sér, samfélaginu og sameiginlegum reynsluheimi kvenna.”