39 og 1/2 vika

Aratunga, Biskupstungum í Bláskógabyggð

17. - 25 October

Ticket prices from

ISK 4,000

39 og 1/2 vika

Leikdeild Umf. Biskupstungna setur á svið gamanleikinn 39 og 1/2 vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur, leikstjóri er Ólöf Sverrisdóttir. Verkið er farsakenndur gamanleikur sem snýst að verulegu leyti um barneignir og sauðfjárrækt. Sveitapilturinn Valur fær afnot af skrifstofu frænku sinnar, sem starfar sem félagsráðgjafi á kvennadeild sjúkrahúss. Valur er að leggja lokahönd á lokaritgerð sína um ættir og örlög skagfirsku sauðkindarinnar. Vera hans á skrifstofunni leiðir til hvers konar misskilnings, eins og vera ber í góðum gamanleik, auk þess sem ýmis annar ruglingur og uppákomur flækja málin enn frekar. Þá er hefðbundnum kynhlutverkum á ýmsan hátt gefið langt nef.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger