© 2025 Tix Ticketing
Hljómahöll
•
6 November
Sale starts
9 October 2025 at 11:00
(in 2 days)
Það gleður okkur að tilkynna að Eyþór Ingi Gunnlaugsson verður á trúnó í Hljómahöll þann 6. nóvember. Eyþór er einn af fremstu söngvurum þjóðarinnar og hefur eins og allir landsmenn vita einnig getið af sér gott orð fyrir magnaðar eftirhermur. Tónleikarnir fara fram í Bergi í Hljómahöll en þar kemur Eyþór fram með píanóið, gítarinn og röddina að vopni og býður upp á notalega kvöldstund þar sem tónlistarflutningurinn og einlægt spjall fara saman.
Dalvíkingurinn Eyþór hefur verið á sviði frá unga aldri: fimmtán ára fékk hann hlutverk í sýningunni Oliver! og ári síðar sigraði hann söngkeppni framhaldsskólanna. Þá bar Eyþór sigur úr býtum í þættinum Bandið hans Bubba árið 2008. Eyþór stofnaði rokkhljómsveitina Eldberg, slóst í raðir Todmobile og er hann einnig söngvari og lagahöfundur í Rock Paper Sisters, sem hitaði meðal annars upp fyrir Billy Idol í Laugardalshöll. Árið 2013 keppti Eyþór fyrir Íslands hönd í Eurovision í Malmö með laginu „Ég á líf“.
Tónleikaröðin „trúnó” hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin er að tjalda öllu til og bjóða upp á stórtónleika en halda þá í Bergi í Hljómahöll sem tekur aðeins um 100 gesti. Listamenn sem vanir eru að spila fyrir talsvert stærri hóp áhorfenda stíga þar á svið í nálægð við færri gesti en vanalega.
Eyþór hefur áður verið á trúnó í Hljómahöll og seldist þá upp á skömmum tíma. Tryggðu þér miða sem first á þetta einstaka tækifæri til að sjá Eyþór í návígi. Tónleikarnir fara fram 6. nóvember. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Takmarkaður fjöldi miða í boði.