Kveðjutónleikar Phaedon Sinis á Íslandi

Hannesarholt

12 November

Ticket prices from

ISK 2,900

Kveðjutónleikar Phadeon Sinis

Phaedon Sinis er grískur borðhörpu- og hnéfiðluleikari sem hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár en hann er heimsklassa flytjandi í svokallaðri tyrkneskri Ottoman tónlistarhefð. 

Þetta kvöld verður einmitt flutt klassísk tyrknesk tónlist kennd við Ottóman veldið og kallast í Tyrklandi Klassísk Tyrknesk Ottoman tónlist. Þessi tónlistarhefð nær árhundruði aftur í tímann og voru tyrknesku tónskáldin oft innblástur fyrir vestrænu tónskáldin m.a. Mozart. Tónlistarhefð þessi inniheldur framandi hljóðfæri og munu flytjendur leika á hefbundin hljóðfæri í þessum stíl. Ásgeir Ásgeirsson hefur á undanförnum árum sótt tíma á tyrkneskt oud hjá nokkrum af færustu oud leikurum veraldar m.a. Yurdal Tokca, Enver Mete Aslan, Zeynel Demirtas og Taxiarchis Georgoulis fyrstur íslenskra hljóðfæraleikara. Phaedon Sinis er bandarískur/grískur hljóðfæraleikari sem hefur numið og leikið þessa tónlist víðsvegar um heiminn í áratugi en Phadeon leikur á tyrkneska borðhörpu og tyrkneska hnéfiðlu.

Á tónleikunum munu þeir leika klassísk verk úr þessari þessari tónlistarhefð en tónlist úr þessum ranni heyrist mjög sjaldan á Íslandi.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger