© 2025 Tix Ticketing
Leikfélag Hveragerðis
•
5 shows
Ticket prices from
ISK 3,500
Verkið segir frá hjónunum Haraldi og Ingibjörgu. Haraldur hefur unnið hjá skattinum á lúsarlaunum svo lengi sem elstu menn muna en einn daginn finnur hann fulla tösku af peningum. Þetta er vanur maður sem sér að féð er illa fengið en hann ákveður að þetta sé hans tækifæri til betra lífs og fer beint í að panta flug aðra leiðina út í heim. En málið er vitaskuld ekki svo einfalt og heilmiklar flækjur, lygar og taugaveiklun fylgja í kjölfarið.
Athugið - strobe-ljós eru notuð í sýningunni.