J.J. Prüm – Snarbrattar hlíðar

Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8

13 November

Ticket prices from

ISK 7,900

Þriðjudaginn 11. nóvember verður efnt til ferðalags um hinar snarbröttu hlíðar Mosel-dalsins í Þýskalandi. Þar kynnumst við víngerðinni J.J. Prüm, sem um langt skeið hefur verið í fararbroddi við framleiðslu framúrskarandi Riesling-vína.

Prüm-fjölskyldan hefur ræktað vínvið í Mosel í nokkur hundruð ár, en Weingut Joh. Jos. Prüm var formlega stofnað 1911. Helstu ekrur hússins - Wehlener Sonnenuhr, Graacher Himmelreich og Zeltinger Sonnenuhr - eru í allt að 70% halla. Slíkar aðstæður, sem virðast nánast ómögulegar til ræktunar, tryggja ákjósanlega sólarbirtu og hita á daginn en góða loftræstingu á nóttunni. Jarðvegurinn, blá-grá skífa úr Devonian-tímabilinu, miðlar einstökum steinefnum í vínin.

Kvöldið verður m.a. helgað því að skilja hið flókna þýska flokkunarkerfi Prädikatswein, sem byggist á þroskastigi þrúgnanna við tínslu; Kabinett, Spätlese, Auslese, Beerenauslese, Trockenbeerenauslese - hvað þýðir þetta eiginlega allt?

Því lengur sem þrúgurnar hanga á vínviðnum, því hærra verður náttúrulegt sykurinnihald og því ríkari verða vínin. Hvert stig krefst meiri vinnu og áhættu fyrir ræktandann.

Dr. Katharina Prüm, sem nýlega tók við rekstrinum, heldur áfram þessari nákvæmnisvinnu sem hefur gert húsið frægt um allan heim. Kvöldið er einstakt tækifæri til að bera saman þessi mismunandi stig og skilja hvernig tími og þolinmæði skapa sum fínustu hvítvín heims.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger