Prjónanámskeið

Maro, Hlíðarfótur 11

7 October

Ticket prices from

ISK 27,500

Fyrirkomulag námskeiðs

Þú velur þér eina peysu af þremur til að prjóna og við fitjum upp saman á nýju verkefni. Við höfum valið þrjár uppskriftir sem í grunnin nota sömu aðferðir þó peysurnar séu ekki eins.

Þær peysur sem valið stendur um eru: Sola Sweater frá Le Knit, Foundation Sweater frá Le Knit og Monday Sweater frá Petit Knit.

  • Förum í gegnum uppskriftina og klárum peysuna á 8 vikum

  • Við hittumst á 2 vikna fresti, 2 tíma í senn og prjónum saman

  • Í hvert sinn tökum við fyrir það sem þáttakendur þurfa aðstoð með

  • 10 pláss í boði

  • Maro býður þáttakendum 10% afslátt af garni í peysuna

Kennt á námskeiði:

  • Gera prjónfestuprufu

  • Velja stærð

  • Prjóna ofanfrá og niður

  • Ítalskt uppfit

  • Styttar umferðir

  • Taka upp lykkjur

  • Ítölsk affelling

  • Magic loop aðferð

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir fata- og prjónahönnuður. Guðrún var einn stofnenda As We Grow og hannaði vörurnar þeirra fyrstu 10 árin. Hún hefur einnig unnið við að gera prjónaprufur fyrir tískufyritæki í gegnum Acorn Conceptual Textiles og hannað uppskriftir fyrir Ístex.

Við hittumst annað hvert þriðjudagskvöld í 4 skipti kl. 18-20

7.okt., 21.ok., 4.nóv. og 18.nóv

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger