Jólalögin hennar mömmu

Salurinn

14 December

Ticket prices from

ISK 8,500

JÓLALÖGIN HENNAR MÖMMU

..því þau má bara ekki vanta, svo einfallt er það!

Hera Björk, Einar Örn, Bjarni “Töfrar” Baldvins & góðir gestir halda áfram að flytja okkur gömlu góðu lögin frá 5. 6. & 7. áratug síðustu aldar og nú er komið að jólalögunum sem lifa enn góðu lífi inni á heimilum landsmanna. Og áfram er það hljómsveit hússins undir stjórn meistara Björns Thoroddsen en hana skipa auk gítarmeistara Björns, Matti Kallio á píanó, Sigfús Óttarsson á Trommur og Jón Rafnsson á bassa.

Á þessum tónleikum heyrum við rómantísku og rótgrónu jólalögin, þessi sem mömmur okkar og ömmur rauluðu yfir jólabakstrinum inni í eldhúsinu um leið og þær voru eitthvað að fást við mat.

Heru Björk þarft nú vart að kynna enda hefur hún sungið og skemmt þjóðinni í rúm 30 ár af sinni alkunnu. Bjarni Töframaður hefur að sama skapi töfrað landann upp úr skónum og skemmt í fjölda ára við góðan orðstír þannig að við þurfum ekki mörg orð um hann. Með þeim verður áfram hin ungi Einar Örn “RaggaBjarnabarnabarnabarn” og auðvitað jólabarn með eindæmum.

 

Þau munu syngja, segja sögur og leiða okkur aftur heim í gamla notalega jólaundirbúninginn með gömlu plötunum, heita kakóinu og heimabökuðu smákökunum.

Ómótstæðileg og heimilisleg jólanostalgía með indælis minningum, melódíum & mömmukossum sem engin má missa af.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger