Upp með Njálu

Salurinn

17 September

Ticket prices from

ISK 6,900

Brennu-Njáls saga í tali og tónum

Hin fjölsótta Njáluvaka í Rangárþingi var hugarfóstur Guðna Ágústssonar, formanns nýstofnaðs Njálufélags. Engum vafa er lengur undirorpið að þetta stórkostlega bókmenntaverk á sér sterkar rætur í íslenskri þjóðarsál. Hin meitlaða frásögn af köldum kvennaráðum, einlægri vináttu, miskunnarlausum hefndarþorsta, ástum, átökum og örlögum litríkra sögupersóna magnast í meðförum Guðna sem hér hefur þjappað sögunni saman og mælir hana af munni fram eins og honum er einum lagið.

Með honum á sviðinu verður hetjutenórinn Gissur Páll Sigurðarson óperusöngvari. Hann hefur alla tíð lagt mikla rækt við gamla íslenska söngtónlist og er því svo sannarlega réttur maður á réttum stað til þess að kallast á við Guðna um sögusvið Njálu auk þess að syngja Njálutengd og rammíslensk lög við undirleik Matthildar Önnu Gísladóttur.

Hér er Brennu-Njáls saga sett í nýjan og spennandi búning og skreytt með óperusöng Gissurar Páls á þessum gömlu íslensku slóðum.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger