Skip með sjö seglum- Kurt Weill og BB

Café Rosenberg

25 September

Ticket prices from

ISK 3,500

Kaffi Rósenberg í Kvosinni breytist í billega tötraknæpu þar sem þýskur kabarett tekur völdin í tilefni af því að í ár eru 125 ár frá fæðingarári tónskáldsins Kurt Weill og 75 ár síðan hann sveif til Youkali.

Brynhildur Björnsdóttir kabarettsöngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari með meiru fara yfir magnaðan feril Kurt Weill sem reis hvað hæst í samstarfi þeirra Bertold Brecht á gullöld Weimar lýðveldisins í Berlín fyrir öld eða svo og hélt svo áfram á Broadway þangað sem Weill flúði gyðingaofsóknir á fjórða áratugnum.

Á tónleikunum verða flutt lög og ljóð frá bæði Berlín og Broadway með viðkomu í Bilbao og Mahagonny, ljóðin flest í úrvalsþýðingum Þorsteins Gylfasonar.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger