Upprásin | Kóka Kóla Polar Bear, Ari Árelíus og Fríd

Harpa

30 September

Ticket prices from

ISK 2,000

Á þessum tónleika koma fram Kóka Kóla Polar Bear, Ari Árelíus og Fríd.

Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.

Kóka Kóla Polar Bear

Kóka Kóla Polar Bear er ískaldur ísbjörn sem skapar raftónlist. Einnig er ísbjörninn sannur MC sem tekur grallararapp yfir raftónlistar takta.

Ari Árelíus

Tónlist Ara Árelíusar einkennist af einstökum samruna fjölbreyttra stíla og áhrifa. Hann blandar saman Sahara-blús, sækadelísku surfrokki og íslenskum þjóðlagahefðum, sem skapar áhrifaríka tónlistarupplifun sem leiðir hlustendur um óræð landslög tónlistarinnar. Ari hefur þróað það sem hann kallar „íslenskt eyðimerkurrokk“ þar sem hann nýtir þjálfun sína sem djassgítarleikari til að blanda saman áhrifum frá mismunandi tónlistarstefnum. Árið 2022 gaf hann út plötuna Hiatus Terræ, þar sem hann sameinar íslenskt landslag við alþjóðleg áhrif, og skapar þannig einstaka hljóðheim. Í ágúst 2025 kom svo út platan Hulin hönd þar sem Ari heldur þessi ferðalagi áfram.

Fríd

Fríd flytur tilraunakennt popp með R&B ívafi. Innblástur fær hún frá listamönnum eins og Oklou, Rosalía og FKA Twigs. Fríd hefur verið að vinna að EP plötunni sinni ‘HÆRRA’ síðastliðið ár og er mjög spennt að geta flutt lög af þessu verki á tónleikum en við gerð þessarar plötu ögraði hún sér mikið sem pródúser og textahöfundur en hún leggur mikið upp úr því að koma með eitthvað nýtt og ferskt og helst eitthvað sem áheyrendur hafa ekki heyrt áður, eitthvað sem vekur fólk til umhugsunar.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger