© 2025 Tix Ticketing
Bæjarbíó
•
31 October
Sale starts
20 August 2025 at 10:00
(in 4 days)
Vegna mikils áhuga á viðburðinum er aukatónleikum bætt við. Ekki er hægt að bæta við fleirum!
Black Sabbath er frumkvöðlasveit þungarokksins. Stofnuð í Birmingham á Englandi árið 1968 af þeim Tony Iommi gítarleikara, Bill Ward trommuleikara, Geezer Butler bassaleikara og söngvaranum Ozzy Osbourne. Sveitin hefur haft gríðarleg áhrif á rokksöguna og eftir hana liggja magnaðar plötur og ógleymanlegir slagarar.
5. júlí síðastliðinn kom sveitin saman í hinsta sinn á Villa Park í Birmingham með öllum upprunalegu meðlimum, en 20 ár er síðan það gerðist síðast. Um hálfum mánuði síðar lést Ozzy Osbourne úr hjartastoppi.
Til að marka þessi tímamót verður haldin sérstök Black Sabbath rokkmessa þar sem sveitin verður heiðruð. Flutt verða öll helstu lög Black Sabbath frá löngum ferli hennar og það eru engir nýgræðingar í rokkinu sem kallaðir eru til verksins en það eru meðlimir úr sveitum eins og HAM, Brain Police, Ensími, 13 og Dr. Spock.
Heiðurssveitin:
Söngur: Jens Ólafsson
Gítar: Franz Gunnarsson
Trommur: Hallur Ingólfsson
Bassi: Flosi Þorgeirsson