Bústaðurinn - íslenskur fáránleikur

Tjarnarbíó

8. - 15 January

Ticket prices from

ISK 6,900

Bústaðurinn er nýtt íslenskt leikrit. Bogga og Teddi eru í sumarbústaðnum, “yndislega

sælureitnum”. Allt leikur í lyndi þegar... þau verða skyndilega vör við aðkomumanninn.

Meinlaus portrett-teiknari hefur enn á ný tyllt sér á sólstól fyrir utan hliðið hjá þeim! Hann

umturnar lífi þeirra með nærveru sinni einni saman!

Bústaðurinn er grátbroslegur gleðileikur eða ljúfsár íslenskur fáránleikafarsi sem kitlar

hláturtaugar áhorfenda en varpar samtímis upp áleitnum spurningum um samfélag okkar.

Um er að ræða fimmtu sýningu sem atvinnuleikhópurinn Svipir setur á svið en sú síðasta

var barnaleikritið Hollvættir á heiði sem hlaut Grímuverðlaun sem Barnasýning ársins á

Grímuverðlaunahátíðinni 2024. Sama listræna teymið og stóð að uppsetningu Hollvættana

kemur hér saman á ný með glænýtt íslenskt verk.

Þátttakendur

Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir

Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir

Leikskáld: Þór Tulinius

Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson

Hljóðmynd: Logi Pedro Stefánsson

Leikarar:

Teddi: Þór Tulinius

Bogga: Þórunn Lárusdóttir

Portrettteiknarinn: Jónmundur Grétarsson

Framkvæmdastjórn: Atvinnuleikhópurinn

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger