FLXS Cauda Collective

Hannesarholt

19 September

Ticket prices from

ISK 4,900

Á fyrsta viðburði haustsins, FLXS, flytur Cauda Collective ásamt Pétri Eggertssyni efnisskrá innblásna af Flúxus-hreyfingunni. Latneska orðið „flúxus“ merkir flæði og var notað yfir óformlega hreyfingu listamanna sem spratt upp á sjöunda áratug 20. aldar. 

Hreyfingin var alþjóðleg en náði aðallega til Vestur-Evrópu, Bandaríkjanna og Japans. Flúxuslistamenn leituðust við að afmá mörk listar og daglegs lífs. Listin átti að vera sjálfsprottin og ferlið að sköpuninni skipti meira máli en sjálf útkoman. Flúxusverk urðu gjarnan til á tilraunakenndan hátt, á skurðpunkti ólíkra listforma eða í formi svokallaðra uppákoma, þar sem gjörningar voru gjarnan fluttir í almannarýmum. Í íslenskri listasögu má víða greina flúxusáhrif, s.s. í myndlist Dieters Roths og SÚM-hópsins og í tónleikahaldi á vegum tónlistarfélagsins Musica Nova. 

Á viðburðinum FLXS verður flutt blanda nýrra og eldri verka eftir tónskáld eins og Georg Brecht, Alison Knowles, Yoko Ono, John Cage og Jennifer Walshe. Þá verður frumflutt nýtt verk eftir Pétur Eggertsson. Flytjendur eru Björk Níelsdóttir, Pétur Eggertsson, Sigrún Harðardóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir. Verkefnið er styrkt af starfslaunasjóði listamanna.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger