© 2025 Tix Ticketing
Sena Live
•
23 December
Sale starts
2 September 2025 at 10:00
(in 7 days)
Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra. Tónleikarnir í ár eru merkilegir fyrir þær sakir að tónleikaröðin fagnar 40 ára afmæli. Fyrstu Þorláksmessutónleikarnir voru haldnir á Hótel Borg árið 1985. Þótt staðsetning tónleikanna hafi breyst í gegnum tíðina má alltaf stóla á það að Bubbi mætir með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.
Sérstakir gestir að þessu sinni í Eldborgarsal Hörpu er hljómsveitin The Vintage Caravan og má finna gríðarlega spennu og tilhlökkun hjá bandinu að fá að koma fram á þessum merka viðburði með sjálfum kónginum.
Til hamingju, Bubbi Morthens, með þessi merku tímamót og kæru gestir, eigið gott kvöld.