© 2025 Tix Ticketing
Hótel Holt
•
7. - 8 September
Sale starts
12 August 2025 at 10:00
(in 3 days)
Tríó Sigríðar Thorlacius á Hótel Holti - tónleikaupptaka
7. og 8. september nk. býðst gestum og velunnurum Hótel Holts að upplifa einstaka tónleika með tríói Sigríðar Thorlacius, með aðeins breyttu og hátíðlegra sniði en venjulega. Tónleikarnir verða teknir upp fyrir væntanlega útgáfu sem fangar samstarf tríósins á þessu sögufræga hóteli.
Útgáfan, sem kemur út í takmörkuðu upplagi á vínyl, er jafnframt óður til Hótel Holts - perlu í hjarta Reykjavíkur sem ber með sér anda borgarinnar, fortíð hennar og fegurð.
Til að tryggja notalegt andrúmsloft og góða aðstöðu verða aðeins 30 miðar seldir á hverja tónleika. Vínglas og léttar veitingar eru innifaldar í miðaverði og barinn að sjálfsögðu opinn.
Tónlist tríósins er fáguð blanda af íslenskum og erlendum djass- og dægurlögum — túlkuð af þremur listamönnum sem vinna saman af næmni og virðingu fyrir efninu.
Sigríður Thorlacius – söngur
Daníel Friðrik Böðvarsson – gítar
Nico Moreaux – kontrabassi
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.