Jóhannes Stefán: Útgáfutónleikar

Café Rosenberg

1 November

Sale starts

15 August 2025 at 10:00

(in 7 days)

Lagasmiðurinn Jóhannes Stefán Ólafsson fagnar útgáfu sinnar fyrstu hljómplötu í kjallara Café Rosenberg við Vesturgötu í Reykjavík þann 1. nóvember nk.

Platan kallast Oak In The Snow og kom út á streymisveitum í júní á þessu ári og hefur hún fengið góðar viðtökur en platan samanstendur af átta frumsömdum lögum eftir Jóhannes en textar eru bæði á íslensku og ensku. Flokkur íslensks tónlistarfólks úr ýmsum áttum kom að gerð plötunnar sem gefur plötunni einstaklega fagran, sérstakan og djúpan hljóm. Meðal þeirra sem komu að plötunni má nefna þau Guðrúnu Bjarnadóttur, Eðvarð Egilsson, Daníel Hjálmtýsson og Pétur Ben auk fleiri gesta.  

Til að fagna útgáfu plötunnar efnir Jóhannes Stefán til tónleika á Café Rósenberg þann 1. nóvember nk. og munu þau Guðrún Bjarnadóttir og Daníel Hjálmtýsson aðstoða við flutning. Þá verða þetta fyrstu tónleikar Jóhannesar Stefáns sem sóló listamanns. Daníel Hjálmtýsson opnar kvöldið með innsýn inn í komandi plötu hans, A Piece of Broken Glass, sem er væntanleg. Daníel hefur vakið mikla athygli vegna útgáfu plötu sinnar Labyrinthia frá árinu 2023 og flutningi hans á lögum listamanna á borð við Leonard Cohen.

Hægt er að hlusta á plötuna Oak In The Snow á öllum helstu streymisveitum en platan er væntanleg í mjög takmörkuðu upplagi á vínyl með haustinu.

Miðasala hefst föstudaginn 15. ágúst nk. kl. 10.00 á Tix.is

Afar takmarkað sætaframboð

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger