HJARTAÐ, HAUSINN & HELVÍTIÐ

Ríósalurinn, Garðatorg 1

5. - 11 September

Ticket prices from

ISK 2,975

Hjartað, Hausinn & Helvítið er leikrit sem þær Guðrún Ágústa, Katrín Ýr og Tinna Margrét unnu að í Skapandi sumarstörfum í Garðabæ. Verkið hverfist um vináttu þriggja kvenna, þeirra Huldu Lífar, Röggu Beck og Sunnevu Óskar, sem kynntust á menntaskólaárunum. Nú er komið ár síðan þær hittust þrjár saman síðast og eru þær staddar á kokteilakvöldi heima hjá Röggu. Ókyrrð liggur í loftinu því þær komast fljótt að því að þær eru ekki á sama stað í einkalífinu. Allar hafa þær leyndarmál og erfiðleika að fela en mála á sig grímu og láta sem ekkert hafi breyst.

Þegar borðið er orðið stappfullt af tómum glösum og ómur raddanna hefur hækkað heltekur samanburður og afbrýðisemi vinkonurnar og hlutir sem væru betur ósagðir koma upp á yfirborðið. Hlutir sem margir hverjir höfðu verið bældir niður síðan á menntaskólaárunum.

Verkið dregur upp vægi vinkvennasambanda og heilbrigðra samskipta ásamt því að það varpar ljósi á þörfina að geta litið inn á við og séð sína eigin galla. Það málar upp ljótleika manneskjunnar með litum afbrýðisseminnar, samanburðar og óöryggis en einnig með litum fegurðinnar, sem felst í berskjöldun, hreinskilni og skilningi.

Hvað verður um þá hluti sem skildir eru eftir til að stigmagnast í hyldýpi sálarinnar?

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger