Þegar ég sé þig, sé ég mig

Reykjavík City Theatre

1. - 8 February

Ticket prices from

ISK 6,950

Þegar ég sé þig, sé ég mig

Frumsýnt: 29. janúar               Nýja svið

Við hittum litað fólk á mismunandi stöðum í lífinu og heyrum sögur þeirra af öðrun, tengingu, fordómum og samstöðu. Leitast verður við að sviðsetja reynsluheim litaðra einstaklinga, gefa þeim rödd og brjóta niður ósýnilega veggi milli menningarstarfsemi og uppruna fólks. Sýningin er persónuleg en hefur víða skírskotun fyrir okkur öll sem búum hér í þessum heimi.

Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum leikurum og listafólki sem flest eiga það sameiginlegt að vera af blönduðum uppruna. Hópurinn hefur sett upp nokkrar sýningar – meðal annars hina margverðlaunuðu Íslandsklukku sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu. Elefant vinnur gjarnan með fyrirframgefnar hugmyndir okkar um hvað sé að vera Íslendingur og í hverju þjóðerni felist þar sem þau endurskilgreina hugmyndir út frá breyttum forsendum og nýjum veruleika samtímans.

Höfundar: Leikhópurinn Elefant

Leikstjórn: Erna Kanema Mashinkila

Tónlistarstjórn: Sonny Bouraima

Lýsing, leikmynd, fagurfræði: Bjartur Örn Bachman og Dýrfinna Benita

Dramatúrg, aðstoðarleikstjórn: Eva Halldóra Guðmundsdóttir

Framleiðandi: Jónmundur Grétarsson

Flytjendur:

Luis Lucas

Viktoria Dalitso

Auður Makaya Mashinkila

Sedley Francis

Í samstarfi við leikhópinn Elefant

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger