Anna Gréta og Silva Þórðar ásamt Þorleifi Gauki Davíðssyni

Röntgen

24 July

Ticket prices from

ISK 3,500

Anna Gréta og Silva Þórðar ásamt Þorleifi Gauki Davíðssyni

Söngkonurnar Anna Gréta og Silva Þórðardóttir sameina krafta sína á Röntgen og bjóða upp á hugljúfar ábreiður og uppáhalds jazzinn sinn — allt frá Norah Jones til Bob Dylan til eigin útsetninga á jazzstandördum. Fullkomið tækifæri til þess að hrynja niður í dunmjúkan jazzinn.

Með þeim leikur Þorleifur Gaukur Davíðsson á pedalsteel og munnhörpu en hann er einn eftirsóttasti tónlistarmaður Íslands í dag og hefur m.a. túrað með Kaleo, tekið upp með Laufeyju og gefið út plötuna "Lifelines" sem hlaut einróma lof gagnrýnanda.

Silva Þórðardóttir hefur um árabil verið meðal vinsælustu jazzradda landsins. Hún gaf út plötuna Skylark árið 2019 og hefur hlotið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir jazzsöng, auk þess að koma reglulega fram með Jazzkonum og mörgum af fremstu jazzleikurum Íslands.

Anna Gréta, píanóleikari, söngkona og tónskáld, hefur vakið athygli á Norðurlöndum og víðar með plötum sínum Nightjar in the Northern Sky (2021) og Star of Spring (2024) á vegum ACT Music. Hún hefur unnið íslensku tónlistarverðlaunin þrisvar sinnum og skapað sér sterkan sess sem ein áhugaverðasta jazztónlistarkona sinnar kynslóðar.

Silva Þórðardóttir - söngur

Anna Gréta - hljómborð og söngur

Þorleifur Gaukur Davíðsson - pedal steel og munnharpa

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger