© 2025 Tix Ticketing
Salurinn
•
10 September
Ticket prices from
ISK 0
Í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs til kvikmyndaveislu þar sem sýndar verða tvær myndir úr smiðju Marteins Sigurgeirssonar. Aðgangur er ókeypis en sækja þarf frímiða hér.
KÓPAVOGSBÝLIÐ
Kópavogsbýlið var reist á árunum 1902 – 1904 af Erlendi Zakaríassyni sem lærði steinsmíði við byggingu Alþingishússins. Í myndinni er rakin saga steinhúsa í Íslandi af Pétri Ármannssýni arkitekt. Einnig er sagt frá ábúendum í gegnum árin. Fylgst er með endurbyggingu býlisins frá 2022 en félagar í Lionsklúbbi Kópavogs tóku það verkefni að sér. Að lokum er sýnt frá afhendingu þegar húsið er tekið í notkun.
SAGA OG KAUPSTAÐUR Í 50 ÁR
Myndin er gerð í því tilefni að Kópavogskaupstaður átti 50 ára kaupstaðarfmæli 2005. Í fyrstu var Kópavogur hluti af Seltjarnarneshreppi til 1948, þegar óánægðir íbúar á Kópavogssvæðinu stofnuðu Kópavogshrepp sem sjálfstætt sveitarfélag. Myndin sýnir þá þróun sem hefur átt sér stað næstu árin þegar Kópavogur vex mjög hratt og verður stærsti kaupstaður landsins með blómlegu menningar- og atvinnulífi.