© 2025 Tix Ticketing
Vagninn, Flateyri
•
16 August
Ticket prices from
ISK 4,900
Kjallarakabarett á Vagninum
Kjallararotturnar skríða upp úr Þjóðleikhúskjallaranum og alla leið vestur á Vagninn á Flateyri. Burleskdrottning Íslands Margrét Erla Maack og dragundrið Gógó Starr hafa haldið um hnútana á yfir 50 sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðin leikár og taka með sér uppáhaldsfólk: Hina fagursköpuðu burlesk- og húllamær Bobbie Michelle og sirkusfolannn Nonna sem er nýkominn heim úr glæstri sýningarferð til New York-borgar.
"Vítamínsprauta gegn stöðnuðu leikhúsi." - Nína Hjálmars, Víðsjá
Vinsamlega athugið að sýningin hentar ekki börnum og ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.
Aðgangseyrir er 4900 krónur. Sýning byrjar kl. 22 og við mælum með að mæta fyrr, fá sér að borða og ná góðum sætum.