La bohème

Reykjavík City Theatre

6. - 19 December

Ticket prices from

ISK 8,900

La bohème

Frumsýnt: 6. des                       Litla svið

La bohème eftir Puccini er ein dáðasta ópera allra tíma. Áhorfendur fylgja sex ungum listamönnum meðan heit ástríða þeirra fyrir lífinu lætur undan köldum raunveruleikanum. Það er aldrei til eldiviður í kamínuna og það snjóar inn um gat í loftinu. Rík af orðaforða, fátæk af öðrum forða. Södd af ást og vináttu en að öðru leyti hungurmorða. „Óperan er í senn drepfyndin og hádramatísk og býr yfir ógleymanlegri tónlist. La bohème verður fyrsta sýning Óðs með hljómsveit og í gegnum það samstarf birtist þessi saga á látlausan máta, þar sem örlagaþráður tónlistarinnar upphefur rómantík lífsins og tjáir tilfinningadrama ástar, sorgar og vináttu með þeirri marglaga dýpt sem óperu einni er lagið.“

Á síðustu árum hefur Óður getið sér afbragðs gott orð fyrir bráðskemmtilegar sýningar þar sem ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk færir sígilda tónlist í nýjan búning. Óður hefur sýnt 57 sýningar af fjórum óperuuppfærslum sínum frá stofnun árið 2021. Hópurinn þýðir sérhverja þeirra úr upprunatungumáli yfir á íslensku og vinnur nýja leikgerð að öllu leyti. Óður hefur hlotið Grímuverðlaun fyrir starf sitt og verið tilnefndur sem Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum, auk þess að vera útnefndur Listhópur Reykjavíkur árið 2024.

Höfundur tónlistar: Giacomo Puccini

Höfundur librettos: Luigi Illica og Giuseppe Giacosa

Þýðing: Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason

Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson

Tónlistarstjórn og útsetning: Sævar Helgi Jóhannsson ásamt hljómsveit Óðs

Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Sviðshreyfingar: Bjartey Elín Hauksdóttir

Flytjendur:

Rodolfo: Þórhallur Auður Helgason

Mimi: Sólveig Sigurðardóttir

Marcello: Áslákur Ingvarsson

Musetta: Bryndís Guðjónsdóttir

Colline: Ragnar Pétur Jóhannsson

Schaunard: Gunnlaugur Bjarnason

Benoit/Alcindor: Níels Thibaud Girerd

Hljómsveit Óðs

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði sviðslistafólks, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.

Í samstarfi við Sviðslistahópinn Óð

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger