© 2025 Tix Ticketing
Lyfjafræðisafnið, Safnatröð 3 Seltjarnarnesi
•
16 September
Ticket prices from
ISK 0
Lyfjalæsi
Námskeið í Lyfjalæsi er hugsað sem upprifjun eða grunnur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vill fyrst og fremst þekkja, hvaða upplýsingar um lyf er að finna í fylgiseðli, utan á pakkningum og á netinu sem hluti af skráningu lyfs.
Hvernig er best að lesa, greina og túlka upplýsingar um lyf?
Með því að þekkja hvaða grunn upplýsingar eru nær alltaf til fyrir tiltekið lyf, má auka þekkingu á lyfjum, lyfjaregluverki og minnka tíma í að leita að upplýsingum í starfi.
Farið verður ofan í hvaða upplýsingar um lyf eru mikilvæg, hvar er þær að finna?
Hvaða upplýsingar eru áreiðanlegar?
Samantekt um eiginleika lyfs (SmPC) – hvernig er hægt að lesa og túlka með sem bestum hætti.
Fleira og spurningar að kynningu lokinni.
Fyrirlesari er Hjalti Kristinsson Ph. D. Lyfjafræðingur, klínískur matsmaður hjá Lyfjastofnun og fulltrúi í Sérfræðinganefnd Evrópu um Mannalyf (CHMP).
Lyfjafræðingafélag Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa saman að þessu viðburði.
Verð er 1.000 kr. fyrir félagsfólk LFÍ og Fíh, 15.000 kr. fyrir aðra.
Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams, 0 kr. fyrir félagsfólk LFÍ og Fíh, 5.000 kr. fyrir aðra.