Dáland | Tíbrá

Salurinn

1 February

Ticket prices from

ISK 3,900

Tónleikaröðin Tíbrá hefur fest sig í sessi hjá tónlistarunnendum sem ómissandi hluti af klassískri tónlistarsenu landsins. Með Tíbrá leitast Salurinn við að bjóða upp á lifandi tónlistarflutning þar sem hefðbundnum klassískum tónleikum er teflt saman við tilraunir, nýja nálgun og jafnvel ögrun við tónleika formið.

John Dowland (1563–1626) og Henry Purcell (1659–1695) voru áhrifamikil ensk tónskáld sem voru meistarar í að semja flóknar, fallegar og tilfinningaríkar laglínur. Heiða Árnadóttir, söngkona, Eiríkur Orri Ólafsson, trompetleikari, og Róberta Andersen, rafgítarleikari, ætla að flétta þessar laglínur inn í nýjan hljóðheim og sameina það gamla og nýja í fallegu tónlistar ferðalagi. Þau munu endurskapa þessi sígildu verk á þann hátt að þau kalli fram nýja og óvænta upplifun.

Gift cards for all occasions

Give an event of your choice

Buy a gift card

New events and offers for you every week

Join the mailing list

Sign up
Messenger